ekkert smá langt síðan síðast.

já já ég er á lífi og lífið gengur sinn vana gang og bara rosa gaman hef ekki mikið að segja ykkur núna en læt dæluna bráðum ganga fyrir ykkur.

geggjað veður

já heil og sæl já nú er komið sumar og maður nennir ekki að hanga inni og vera í tölvunni. Maður er búin að vera aðeins úti í sólinni síðustu 3 daga en maður fór nú ekki mikið út í dag því það var bara ömurlegt veður. En veðrið er búið að vera æðislegt og maður er bara orðin brúnn og sætari fyrir vikið. En alla vega er bara allt æðislegt að frétta hér og bara gaman að vera til. Og já Tristan Vigfús er farin að labba byrjaði að labba á fullu í gær var farin að taka nokkur skref fyrir 3 dögum og svo bara allt á fullt. en hafið það gott.

kveð að sinni

úpps

já ég skrifaði síðast 9 júní á afmælisdegi stæðsta bróa og ég bara gleymdi að óska honum til hamingju með daginn þannig að ég geri það hér með til hamingju með árin 35 elsku Hafþór minn og hlakka til að sjá ykkur í sumar. En já svona getur maður stundum verið gleyminn ég þakka stundum fyrir að ég muni hvað ég heiti held að ég sé með minnisleisi en þetta er svona. Já það hefur nú ekki marg skeð hjá mér neme ég og dóra erum búnar að láta eins og 5 ára börn núna í viku því það er svo gaman hjá okkur og svo er ég bara búin að vera rosalega mikið úti í sólinni með börnin mín svona loksins þegar hún kemur og ég skellti mér aðeins í fótbolta með manninum og börnunum í dag og það var æðislegt að fara í fótbolta aftur er að spá í að fara að æfa með íslenska kvennalandsliðinu og gera góða hluti hehehehehe. Já það er bara alltaf gaman að vera til. Já svo er hún mamma mín flutt til rvk og ég verð nú að viðurkenna það að maður saknar kellu skrítið að hafa hana ekki á sama stað og maður sjálfur en það venst,annars verð ég bara með annan fótinn í Reykjavík hjá henni hehehe hún yrði ánægð með það haldið það ekki :) en já nóg í bili bið að heylsa og hafið það öll gott þarna allstaðar.

kveðja hafrún lata að skrifa

langt síðan síðast

Vá hvað maður er latur við að skrifa hérna. Nei djók það bara gerist ekkert hjá mér þannig að ég hef ekkert að segja.En af okkur er bara allt gott að frétta og maður er búin að vera rosa latur. Ég er með hluta af búslóðinni hjá nýju nágrönnunum mínum því það komst ekki allt fyrir hjá katrínu þannig að ég tók rest. Já góðverk ársins. En allavega littla daman mín er orðin 3 ára og í gær gaf hún hestunum aðra dudduna sína og í dag fórum við að gefa lömbunum hina dudduna þannig að nú á hún engin snuð og hún var ekkert kát með það þegar hún var að fara að sofa áðan en það tókst.já það er alveg komin tími til að taka dudduna. En já ekkert meira hef ég að segja núna. þannig að ég kveð að sinni.

kveðja hafrún

jájá móðir mín heiðruð

já ég skellti mér ein á sjómannaball í gær fyrir móður mín sem er stödd erlendis og hún komst ekki sjálf. En eins og vanin er þá eru 2 sjómannskonur heiðraðar á hverjum sjómannadegi og í gær var mín elskuleg móðir heiðruð og ég þurfti að fara upp á svið og taka á móti gjöf fyrir hana og já feimnasta manneskjan í húsinu og bláedrú en það tókst og ég gerði mig ekki að fífli. En nóg með það hér er búið að vera hundleiðinlegt veður alla helgina svaka stuð. Já svo þegar ég var að fara heim af ballinu þá stoppaði löggan mig til að gá hvort ég væri drukkin og ég bara hló og sagði nei ættli óvirki alkinn sé ekki bara edrú í kvöld. Já það er gott að geta gert grín að sjálfum sér. En af okkur er allt gott að frétta og allir bara hressir og kátir. Hafið það gott og passið upp á hvort annað

kveðja hafrún

já já jarðskjálfti á íslandi

í dag var jarðskjálfti hér á íslandinu eins og flesstir hafa heyrt um ef þeir fundu hann ekki. Allavega fann hann óskar minn fyrir honum og hillurnar í stofunni hristust og allt glamraði, þar sem ég var úti að gróðursetja blóm þegar þetta var fann ég ekki neitt sem betur fer. En það er nú samt leiðinlegt fyrir fólkið á suðurnesjunum að hús og innbú hafi skemmst og eyðilagst en sem betur fer engin alvarleg slys á fólki. Já 6,2 á rikter er svolítið mikið hér á íslandi og vonandi koma ekki fleiri. Ég segi nú bara að betur fer var gott veður í dag því fólk mátti ekki vera í húsunum sínum heldur áttu að vera úti,hefði ekki verið gaman ef það hefði verið rigning og rok nei alls ekki vera rennandi blautur og að deyja úr kulda. En alla vega þá er bara allt gott að frétta hér og allir hressir og kátir hérna á klakanum. Það er bara búið að vera ágætis veður undanfarna daga og bara æðislegt að vera úti. Já hún elskuleg móðir mín er núna í 35 eða 40 stiga hita á teniríf og bara svka fjör hún sólbrann aðeins á öxlunum í dag já henni finnst svo gott að vera í sólbaði og í hita þannig að hún er heppin. Gellan skellti sér svo aðeins á svalirnar í sólbað þegar ferðafélaginn fór í ræktina og hún var bara á túttunum og allt í einu kemur hann út á svalir og hún fékk áfall þá var ekki búið að opna ræktina. Já mamma mín var með túttusíningu í dag hahahahaha.En nú er nóg komið í bili og hafið það rosa gott og verið góð við hvert annað.

kveðja úr góðaveðrinu í óló

langt síðan bara leti í gangi

já sæl og blessuð ég er búin að vera óttarlega löt reyndar búin að vera á ferð og flugi milli ólafsvíkur og reykjavíkur. ég held ég hafi bara aldrei farið svona oft í bæinn á einum mánuði. Ég og katrín fórum saman í bæinn í dag að skila kristu og ölmu til mömmu sinnar og þar hittum við bara nýja kærastan og börnin hans ég vona að hún sé búin að finna hamingjuna á ný. En héðan er allt gott að frétta krakkarnir búnir með hlaupabóluna og allir orðnir frískir. Ég sjálf er ok í augnablikinu og vona ég að það haldist þannig. Ég hef nú ekki meira að segja í bili þannig að ég kveð ykkur núna og hafið það gott.

kveðja frá fallegustu manneskju í heimi (hehehehehehehe)

komin á stað aftur

já nú er langt síðan ég hef skrifað hérna. Alla vega þá eru alexandra og tristan vigfús með hlaupabóluna og alexandra fékk sko bólur fyrir allan peningin ef þær myndu kosta. Ég er semsagt bara búin að vera inni síðan á fimmtudag og viti menn það er bara búið að vera gott veður síðan,auðvitað bara af því að ég get ekki farið út alveg týpískt. En Ég fór semsagt í legspeglun á miðvikudaginn og þar var tekinn einhver flipi sem ekki átti að vera eða eitthvað og læknirinn vonar að þetta lagist núna þannig að núna er að bíða og sjá. Ég var svæfð og voða gaman svo þegar steinunn vínkona var að keyra mér í bæinnaftur þá kom ég mér ekki almennilega fyrir í bílnum og ég var orðin svooooooooo pirruð að mig langaði að öskra og svo fór ég bara heim til teingdó og fór að sofa í 2 tíma þá kom mamma með Tristan því hún var að fara í viðtal í nýju vinnunni og ég gat nú ekki látið hana fara með barnið og ég var bara svona helvíti hress allan dagin og talaði út í eitt aldrei talað svona mikið og voða gaman hjá mér. En það varð ekkert af hárgreiðslunámskeiðinu sem ég átti að fara á á fimmtudaginn þannig að ég var föst í bænum í einn dag því ég mátti ekki keyra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er föst í bænum nei stundum er ófært eða maður fær gubbupest rosa gaman. En ég er alveg að fríka út af þessum myndum þær bara vilja ekki koma inn en ég ættla að halda áfram að reyna og reyna og vonandi koma þær fljótt. En jæja elskurnar þá er það ekki meira í bili nema hafið það gott og elskið friðinn.

kveðja úr ólafsvík

önnur ferð í bæinn

jæja þá er maður að fara enn og aftur í bæinn á morgun svo fer ég upp á skaga á miðvikudagsmorgun í legspeglun og verð svæfð þá verður maður rosa hress og kátur eftir það. Svo fer ég aftur í bæinn eftir það því ég er að fara á hárgreiðslunámskeið á fimmtudagskvöldið og keyri svo heim eftir það rosa fjör maður. En allavega þá ættlar móðir mín að vera svo góð að passa börnin mín þegar hún er búinn að vinna þar til óskar kemur heim og katrín verður með þau þar til mamma er búinn að vinna já svaka púsl í gangi þegar maður þarf að fara eitthvað en þetta reddaðist allt. En Mamma er að fara í viðtal í bæinn á miðvikudag í sambandi við nýju vinnunar hennar í Landsbankanum og tekur hún Tristan með sér í bæinn bara og Alexandra fer til katrínar eftir leikskóla þar til mamma kemur heim já konan bara að fara í bæjarferð með littla prinsinn ég ættla að reyna að vera með hann á meðan hún fer í viðtal ef þeg verð ekki út úr heiminum en annars redda ég því bara. En hér er bara búið að rigna alla helgina og brjálað rok þannig að ekki verður maður sólbrúnn á meðan en allavega ég vona að þið hafið það gott og veðrið leiki við ykkur þar sem þið eruð.

jæja kveð að sinni og hafið það gott.

hafrún elvan

kvef og meira kvef

Alveg er þetta típískt þegar sumarið kemur að maður fái svona heiftarlegt kvef og slappleika. Já ég er sko búin að hnerra megnið af deginum og sníta mér vel. En allt gott að frétta hér var að fá út úr blóðprufum og einhverjum magasínum og það var allt í góðu þá á ég bara eftir að fá út úr einhverju vefjasíni og fæ það í vikunni eða næstuviku ekki alveg víst. Þannig að enn er ekki komin nein útkoma út af hverju ég æli svona mikið kannski er ég bara svona og verð svona rosa gaman eða hitt þó. En nú er maður bara að vonast eftir að rigningin fari að hætta svo maður geti verið duglegur í göngutúrum og svoleiðis.En jæja þá er best að fara að hætta þessu bulli hafið það gott.

kveðja hafrún