Bara gaman að vera til

jæja þá er sko komin helgi voða gaman ég er að spá að vera rosadugleg umhelgina og fara út að labba með börnin mín ef það verður gott veður. Það er náttúrulega alveg típísk að það verður þá leiðindaveður eða eitthvað. Ég er bara í góðum gír og bara gaman að vera til ég er bara geðveikur bullari. Það stittist nú í það að ég fái nýja nágranna á neðri hæðina og mér finnst það ekkert mjög sniðugt því að það er ágætt að hafa fjölskylduna bara í sama húsi . Þau tala allavega íslensku en kannski maður fari bara og læri pólsku í staðinn nei nei þetta hlítur að vera ágætisfólk þau eru allavega með barn þannig að það er lítið um partý vonandi. En maður á nú eftir að sakna þeirra pínu ég neita því ekki en gott fyrir þau að geta farið að gera það sem þau vilja nú þegar þau náðu loks að selja ég er bara ánægð fyrir þeirra hönd en ættli maður setji ekki bara á sölu líka og fari eitthvað annað eða fái sér annað hér. Það kemur í ljós seinna en allavega það er sól úti og sól í hjarta í dag og njótið dagsins eins og þið getið.Já ekki má ég gleyma fyrir danaveldisíbúana minn ástkæra bróður og hann fjölskyldu að Tristan  Vigfús er komin með 5 tennur og er farin að skríða og standa upp og labba með og auðvitað farin að segja mamma það var hans fyrsta orð mér til mikillar ánægju. Hann er líka farin að klappa saman höndunum og auðvitað kann hann að öskra það er ekki að spyrja að því að hann sker sig ekki úr ættinni. En allavega já hann var 9,7 kíló í 8 mánaðaskoðun og 76 cm risa drengur enda þarf hann nú að bera allt nafnið hehehe. En allavega ekkert meira að segja núna þannig að ég kveð að sinni

Ein ummæli

  1. 26. apríl 2008 kl. 10.38 | Slóð

    Til hamingju með bloggsíðuna, ljómandi gott hjá þér, býð spennt eftir myndum af krílunum þínum;)
    knús og kram frá DK*
    Jóna