önnur ferð í bæinn

jæja þá er maður að fara enn og aftur í bæinn á morgun svo fer ég upp á skaga á miðvikudagsmorgun í legspeglun og verð svæfð þá verður maður rosa hress og kátur eftir það. Svo fer ég aftur í bæinn eftir það því ég er að fara á hárgreiðslunámskeið á fimmtudagskvöldið og keyri svo heim eftir það rosa fjör maður. En allavega þá ættlar móðir mín að vera svo góð að passa börnin mín þegar hún er búinn að vinna þar til óskar kemur heim og katrín verður með þau þar til mamma er búinn að vinna já svaka púsl í gangi þegar maður þarf að fara eitthvað en þetta reddaðist allt. En Mamma er að fara í viðtal í bæinn á miðvikudag í sambandi við nýju vinnunar hennar í Landsbankanum og tekur hún Tristan með sér í bæinn bara og Alexandra fer til katrínar eftir leikskóla þar til mamma kemur heim já konan bara að fara í bæjarferð með littla prinsinn ég ættla að reyna að vera með hann á meðan hún fer í viðtal ef þeg verð ekki út úr heiminum en annars redda ég því bara. En hér er bara búið að rigna alla helgina og brjálað rok þannig að ekki verður maður sólbrúnn á meðan en allavega ég vona að þið hafið það gott og veðrið leiki við ykkur þar sem þið eruð.

jæja kveð að sinni og hafið það gott.

hafrún elvan

Ein ummæli

  1. 14. maí 2008 kl. 14.52 | Slóð

    Er ekki komin tími á að þið Óskar takið einhverja rómó helgarferð saman bara tvö og slakið aðeins á hjónakornin? Þú ert alveg yfirmáta dugleg, og þarft að fara fá smá pásu….
    (Ella mágkona aðeins að skipta sér af ) =)