komin á stað aftur

já nú er langt síðan ég hef skrifað hérna. Alla vega þá eru alexandra og tristan vigfús með hlaupabóluna og alexandra fékk sko bólur fyrir allan peningin ef þær myndu kosta. Ég er semsagt bara búin að vera inni síðan á fimmtudag og viti menn það er bara búið að vera gott veður síðan,auðvitað bara af því að ég get ekki farið út alveg týpískt. En Ég fór semsagt í legspeglun á miðvikudaginn og þar var tekinn einhver flipi sem ekki átti að vera eða eitthvað og læknirinn vonar að þetta lagist núna þannig að núna er að bíða og sjá. Ég var svæfð og voða gaman svo þegar steinunn vínkona var að keyra mér í bæinnaftur þá kom ég mér ekki almennilega fyrir í bílnum og ég var orðin svooooooooo pirruð að mig langaði að öskra og svo fór ég bara heim til teingdó og fór að sofa í 2 tíma þá kom mamma með Tristan því hún var að fara í viðtal í nýju vinnunni og ég gat nú ekki látið hana fara með barnið og ég var bara svona helvíti hress allan dagin og talaði út í eitt aldrei talað svona mikið og voða gaman hjá mér. En það varð ekkert af hárgreiðslunámskeiðinu sem ég átti að fara á á fimmtudaginn þannig að ég var föst í bænum í einn dag því ég mátti ekki keyra. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er föst í bænum nei stundum er ófært eða maður fær gubbupest rosa gaman. En ég er alveg að fríka út af þessum myndum þær bara vilja ekki koma inn en ég ættla að halda áfram að reyna og reyna og vonandi koma þær fljótt. En jæja elskurnar þá er það ekki meira í bili nema hafið það gott og elskið friðinn.

kveðja úr ólafsvík

2 ummæli

 1. 20. maí 2008 kl. 13.31 | Slóð

  þú ert nú meiri baslarinn elskan mín!!! Vonandi er þetta nú búið núna og þú ferð að hressast! Býð spennt eftir myndum, sérstaklega af snúllunum þínum;)
  knús frá Danaveldi*
  Jóna og co.

 2. 20. maí 2008 kl. 13.31 | Slóð

  þú ert nú meiri baslarinn elskan mín!!! Vonandi er þetta nú búið núna og þú ferð að hressast! Býð spennt eftir myndum, sérstaklega af snúllunum þínum;)
  knús frá Danaveldi*
  Jóna og co.