jájá móðir mín heiðruð

já ég skellti mér ein á sjómannaball í gær fyrir móður mín sem er stödd erlendis og hún komst ekki sjálf. En eins og vanin er þá eru 2 sjómannskonur heiðraðar á hverjum sjómannadegi og í gær var mín elskuleg móðir heiðruð og ég þurfti að fara upp á svið og taka á móti gjöf fyrir hana og já feimnasta manneskjan í húsinu og bláedrú en það tókst og ég gerði mig ekki að fífli. En nóg með það hér er búið að vera hundleiðinlegt veður alla helgina svaka stuð. Já svo þegar ég var að fara heim af ballinu þá stoppaði löggan mig til að gá hvort ég væri drukkin og ég bara hló og sagði nei ættli óvirki alkinn sé ekki bara edrú í kvöld. Já það er gott að geta gert grín að sjálfum sér. En af okkur er allt gott að frétta og allir bara hressir og kátir. Hafið það gott og passið upp á hvort annað

kveðja hafrún

3 ummæli

 1. 3. júní 2008 kl. 1.20 | Slóð

  Til hamingju með múttuna þína ;) Og það að vera loksins stoppuð EDRÚ haha, ég hefði þóst vera alveg á eyrunum og séð hvað ég næði að plata þá ;)

 2. 3. júní 2008 kl. 1.20 | Slóð

  Til hamingju með múttuna þína ;) Og það að vera loksins stoppuð EDRÚ haha, ég hefði þóst vera alveg á eyrunum og séð hvað ég næði að plata þá ;)

 3. 7. júní 2008 kl. 1.55 | Slóð

  Hvernig er þetta kona, hefur þú engan tíma til þess að skilja eftir þig spor á öðrum bloggsíðum?
  …kvitt,kvitt ;)

  Hvenær er næsta bæjarferð? Pakkinn hennar Alexöndru er orðinn óþreyjufullur að láta rífa utan af sér ;)