langt síðan síðast

Vá hvað maður er latur við að skrifa hérna. Nei djók það bara gerist ekkert hjá mér þannig að ég hef ekkert að segja.En af okkur er bara allt gott að frétta og maður er búin að vera rosa latur. Ég er með hluta af búslóðinni hjá nýju nágrönnunum mínum því það komst ekki allt fyrir hjá katrínu þannig að ég tók rest. Já góðverk ársins. En allavega littla daman mín er orðin 3 ára og í gær gaf hún hestunum aðra dudduna sína og í dag fórum við að gefa lömbunum hina dudduna þannig að nú á hún engin snuð og hún var ekkert kát með það þegar hún var að fara að sofa áðan en það tókst.já það er alveg komin tími til að taka dudduna. En já ekkert meira hef ég að segja núna. þannig að ég kveð að sinni.

kveðja hafrún

2 ummæli

 1. Hafþór
  11. júní 2008 kl. 6.55 | Slóð

  Hva bloggað 9.júní og ekki einu sinni óskað stóra bróðir til hamingju með afmælið, stór afmæli meira að segja, kallinn orðinn hálf sjötugur!!! Nei nei, bara grín, byðjum að heilsa frá Danmörku.
  kv.
  Stóri bróðir

 2. 11. júní 2008 kl. 15.38 | Slóð

  Dugleg í góðverkunum ;) Og frábært að heyra að Alexandra sé búin að gefa snuðin sín í svona líka góðann málsstað, alltaf sorglegt að sjá hvað hestarnir og lömbin ert mikið duddulaus!!! ;) kveðja úr kópavogi.